Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilhátíðin Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin í febrúar
Barþjónaklúbbur íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 3. – 7. febrúar n.k.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til sunnudagsins 7. febrúar, þar sem henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Yfir 40 staðir taka þátt
Yfir 40 staðir taka þátt í ár og verður frábær dagskrá í gangi á stöðunum yfir hátíðina.
Glæsileg dagskrá hátíðarinnar á stöðunum verður kynnt á næstu dögum.
Fimmtudaginn 4. febrúar verður forkeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna og vinnustaða keppninni í Gamla Bíó, samhliða því verða helstu vínbirgjar landsins með kynningar á sínum vörum.
Laugardaginn 6. febrúar verður Master Class á Center Hótel Plaza þar sem hinir ýmsu fyrirlesarar munu veita okkur fróðleik um vín auk þess sem vínbirgjarnir verða með kynningar á sínum vörum.
Sunnudaginn 7. febrúar verða úrslitin í keppnunum, galadinner og fjör fram eftir kvöldi í Gamla Bíó.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir