Axel Þorsteinsson
Sushisamba má heita Sushisamba
Veitingastaðurinn Sushisamba má halda nafninu. Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu.
Þá vildu erlendu aðilarnir 15 milljónir króna í endurgjald fyrir hagnýtingu vörumerkisins, að því er fram kemur á visir.is.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú úrskurðað að engin lög hafi verið brotin. Áður hafði Einkaleyfisstofa úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil, sem og áfrýjunarnefnd.
Dómurinn taldi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum.
Eigendur Sushisamba voru sýknaðir af öllum kröfum.
Greint frá á visir.is.
Mynd: Axel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






