Sigurður Már Guðjónsson
Íslenskir ástarpungar í eigu Norðmanna

Gæðabakstur framleiðir ekki þessa ástarpunga. Það er Public House sem á veg og vanda að þessari uppskrift, hægeldaður Lambaskanki í ástarpungi.
Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla Group er orðin stórtæk á íslenskum matvælamarkaði. Samsteypan framleiðir m.a. ástarpunga.
Í upphafi þessa mánaðar var greint frá því að félagið Gæðabakstur ehf. hefði keypt meirihluta í Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co, einnig þekkt sem Kristjánsbakarí. Kristjánsbakarí er í hópi elstu fyrirtækja landsins og hafði fram að kaupunum verið fjölskyldufyrirtæki í samfelldri eigu þriggja ættliða í 103 ár frá stofnun.
Með kaupunum færðist Kristjánsbakarí inn í norsku samsteypuna Orkla Group A/S, sem er skráð í norsku kauphöllina. Orkla Group er í hópi stærstu fyrirtækja í Noregi, en um 13.000 starfsmenn störfuðu fyrir félagið í lok síðasta árs. Samstæðan er metin á jafnvirði 984 milljarða íslenskra króna í norsku kauphöllinni. Til samanburðar eru öll félögin í íslensku úrvalsvísitölunni metin á 565 milljarða króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eitt af dótturfélögum Orkla Group er danski smjörlíkisframleiðandinn Dragsbæk margarinfabrik A/S. Í eigu þess er svo félagið Blume Foods I/S, sem aftur á allt hlutafé í íslenska félaginu Viska hf.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.
Mynd: Smári
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





