Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hagnaður Fjörukrárinnar tuttugufaldast
Fjörukráin ehf. hagnaðist um 32,6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 1,6 milljónir árið 2013. Hagnaður félagsins ríflega tuttugufaldaðist því milli ára.
Munaði mest um höfuðstólslækkun gengistryggðra lána sem nam 27,4 milljónum króna árið 2014 en 2,3 milljónum króna árið 2013.
Tekjur félagsins voru 249 milljónir árið 2013 en hækkuðu í 289 milljónir árið 2014 og jukust því um 40 milljónir króna milli ára. Rekstarkostnaður var 265 milljónir króna sem var aukning um 25 milljónir milli ára.
Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 24,7 milljónum samanborið við 10 milljónir króna árið 2013.
Eignir Fjörukrárinnar nema 198 milljónum króna, skuldir 152 milljónum og eigið fé 46 milljónum króna. Jóhannes Viðar Bjarnason á allt hlutafé í Fjörukránni.
Greint frá á visir.is.
Mynd: af facebook síðu Fjörukrárinnar.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro