Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kökusjoppa opnar
Auður Ögn Árnadóttir stofnandi kennslueldhússins Salt Eldhús er að undirbúa opnun kökusjoppunnar 17 Sortir úti á Granda núna með haustinu.
Nafnið 17 Sortir kemur beint úr bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli. Þaðan kemur þessi umræða í þjóðfélaginu um að þurfa að baka 17 sortir fyrir jólin af því að sögupersónunni Hnallþóru fannst ekki taka því að leggja á borð fyrir gesti með minna en sautján sortir,
segir Auður Ögn í samtali við visir.is.
Hugmyndina að búðinni var Auður Ögn búin að ganga með í maganum um nokkra stund og þegar verslunarhúsnæði í grænu húsunum úti á Granda var auglýst til leigu sótti hún um án nokkurrar vonar um að fá húsnæðið, þar sem margir voru um hituna.
Ég var alveg viss um að við fengjum ekki húsnæðið og henti bara inn umsókn upp á gamanið. Ég hugsaði að það væri gaman að fara í þetta verkefni en ef ekki þá væri það líka í lagi. Það voru um fimmtíu fyrirtæki sem sóttu um.
Að sögn Auðar verður búðin með frönsku og hlýlegu yfirbragði og úrvalið nægilega mikið til þess að fólk fái valkvíða en samt nógu lítið til þess að hægt sé að taka ákvörðun á endanum.
Við komum til með að selja hnallþórur, bollakökur, ostakökur og fleiri tegundir en mismunandi úrval frá degi til dags þannig að búðin verður aldrei eins, þú veist aldrei hvað er í boði fyrr en þú kemur á staðinn.
Í eldhúsinu kemur hinn nýútskrifaði bakari Íris Björk til með að ríkja, en hún hefur unnið sér m.a. það til frægðar að bera sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin.
Ég vildi fá manneskju sem er með opinn huga gagnvart verkefninu og væri ekki föst í einhverju ákveðnu normi.
Það er víst óhætt að segja að sterkar líkur séu á að sælkerar bæjarins eigi eftir að þefa uppi kökuilminn sem kemur til með að leggjast yfir svæðið þegar sjoppan verður opnuð og næsta víst að þar verði lífleg veisla fyrir augu og bragðlauka. Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is með því að smella hér.
Mynd: af facebook síðu 17 Sortir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur