Smári Valtýr Sæbjörnsson
KFC býr til kjúklingafötu sem prentar út myndir
Skyndibitastaðurinn KFC hefur boðið upp á skemmtilega nýjung í tilefni 60 ára afmælis síns í Kanada. Nánar tiltekið hefur þessi vinsæli staður búið til kjúklingafötu sem er ljósmyndaprentari á sama tíma, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins hér. Hægt er að tengja símann sinn við prentarann og prenta út myndir jafnóðum. The Verge greinir frá.
Fatan kallast minningafata, eða “memories bucket” á ensku og er tilvalin til að fanga góð augnablik á veitingastaðnum. Það getur þó ekki hvaða viðskiptavinur sem er fengið svona skemmtilega fötu, en samkvæmt Facebook síðu KFC í Kanada verður fatan einungis látin af hendi í takmörkuðu upplagi.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem KFC notar tæknina til að koma sér á framfæri. KFC í Japan, sem er einn vinsælasti jólamaturinn þar í landi, bjó til lyklaborð, mús og USB kubb með kjúklingaþema síðasta haust.
Greint frá á vb.is
Meðfylgjandi myndband er af nýju og athyglisverðu kjúklingafötunni.
https://www.youtube.com/watch?v=VpRYxpTxRck
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






