Smári Valtýr Sæbjörnsson
KFC býr til kjúklingafötu sem prentar út myndir
Skyndibitastaðurinn KFC hefur boðið upp á skemmtilega nýjung í tilefni 60 ára afmælis síns í Kanada. Nánar tiltekið hefur þessi vinsæli staður búið til kjúklingafötu sem er ljósmyndaprentari á sama tíma, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins hér. Hægt er að tengja símann sinn við prentarann og prenta út myndir jafnóðum. The Verge greinir frá.
Fatan kallast minningafata, eða “memories bucket” á ensku og er tilvalin til að fanga góð augnablik á veitingastaðnum. Það getur þó ekki hvaða viðskiptavinur sem er fengið svona skemmtilega fötu, en samkvæmt Facebook síðu KFC í Kanada verður fatan einungis látin af hendi í takmörkuðu upplagi.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem KFC notar tæknina til að koma sér á framfæri. KFC í Japan, sem er einn vinsælasti jólamaturinn þar í landi, bjó til lyklaborð, mús og USB kubb með kjúklingaþema síðasta haust.
Greint frá á vb.is
Meðfylgjandi myndband er af nýju og athyglisverðu kjúklingafötunni.
https://www.youtube.com/watch?v=VpRYxpTxRck
Mynd: skjáskot úr myndbandi.

-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag