Pistlar
Víðförlir framreiðslumenn
Póstkortið er af veitingahúsinu Klúbbnum sem stóð á sama stað og Hótel Cabin stendur í dag.
Klúbburinn var opnaður 11. nóvember 1960. Á þessum árum var bannað að byggja hús undir veitingastarfsemi í Reykjavík og var því húsið reist í því skyni að þar ætti að vera vélsmiðja. Ástæðan fyrir banninu var að talið var að fólk eyddi fé sínu í óþarfa að fara út að borða (um þetta er hægt að lesa í bókinni Þjóð í hafti eftir Jakob F.Ásgeirsson ).
Björgvin Fredriksen bæjarfulltrúi í Reykjavíkur átti húsið og var einn af eigendum Klúbbsins.
Björgvin var í áhöfn Frekjunnar 32. tonna fiskiskútu sem flúði á ævintýralegan hátt frá Kaupmannahöfn eftir hernám þjóðverja 9. apríl 1940.
Ég hóf nám í framreiðslu daginn eftir opnun Klúbbsins 12. nóvember. Þetta var upphaf af námi mínu í ferðamálafræðum og löngum ferli í ferðaþjónustu. Frá Klúbbnum lá leiðinn í framhaldsnám í Kaupmannahöfn, þaðan til Rómar og frá Róm til Memphis Tennessee að lokum endaði ég þar sem ég byrjaði og lauk prófi sem leiðsögumaður í MK 2013. Hafði að vísu komið við á mörgum stöðum í styttra námi í millitíðina.
Birgir Árnason var forstjóri Klúbbsins, en hann hafði verið yfirþjónn í Naustinu áður en hann byrjaði í Klúbbnum. Birgir átti skrautlegan feril í viðskiptum hér heima og endaði með að gerast innflytjandi til Rodesiu á áttunda áratug síðustu aldar og opnaði gott hótel í höfuðborginni Salsburri. Ég kynntist ferli hann þar þegar ég starfaði í Salsburri sem hét þá Harare eftir borgarastríðið.
Á árunum í Rodesíu þá Zimbabwe kynntist ég líka ferli Haraldar Sigurðssonar sem var þjónn í Naustinu, en hann gekk í her Rodesíu í borgarastríðinu og barðist með herdeildum Iam Smith á landamærum Rodesíu og Mozambiqe, en þetta var mikið átakasvæði í stríðinu. Höfuðstöðvar herdeildar hans var í Manika Hotel í landamærabænum Umali sem heitir í dag Mutari.
Ég tók við rústunum af Manika hótelinu og opnaði Holiday Inn Mutari þar á afmælisdaginn minn 2. október 1997.
Umali var mjög mikilvægur bær á nýlendutímanum, en hann var dreifingamiðstöð til mið Afríku fyrir farþegum og vörum sem kom til hafnabæjarins Beira í Mozambiqe.
Þetta átti að reyna að endurvekja 1997, en vegna endalausra skæruhernaðar á þessum 200 km. vegi frá Beira til Mutare var gefist upp á því. Suður-afríski herinn átti að gæta veginn , en glæpalýður vissi nákvæmlega hvenær eftirlitsveitir fóru um og pössuðu sig á að ráðast á vegfarendur á undan þeim eða eftir. Við Ólöf konan mín þekktum fólk sem var myrt á þessari leið.
Höfundur er: Wilhelm Wessman
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða