Freisting
Nordica verður Hilton hótel
Í dag var undirritaður í Dusseldorf samningur milli Icelandair Hotels, dótturfyrirtækis Icelandair Group, og Hilton Hotels Corporation þess efnis að Nordica hótelið í Reykjavík verði hluti af Hilton hótelkeðjunni og heiti framvegis Hilton Reykjavik Nordica“.
Á næstu vikum verður merkingum og ýmsu varðandi starfsemi hótelsins breytt í samræmi við staðla Hilton fyrirtækisins.
Um er að ræða sérleyfissamning sem felur í sér að rekstur hótelsins verður áfram á vegum Icelandair Hotels en Hilton leggur til ímynd keðjunnar og margvísleg markaðs- og kynningartækifæri á alþjóðavísu.
Nordica hótelið var enduropnað fyrir fjórum árum eftir miklar breytingar. Það er fjögurra stjörnu og hefur 252 herbergi, veitingastað, líkamsræktaraðstöðuna Nordica Spa og ráðstefnuaðstöðu með 11 fundarsölum og er sá stærsti fyrir 650 manns.
Í tilkynningu er haft eftir Magneu Þóreyu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels að samningurinn Hilton staðfesti gæði Nordica hótelsins.og að með samningnum opnist margskonar tækifæri sem byggja á þeirri staðreynd að Hilton sé þekktasta og virtasta nafnið í heiminum í þessari atvinnugrein og búi yfir öflugu markaðs- og sölukerfi, sérstaklega í funda- og ráðstefnuhaldi og gagnvart viðskiptaferðamönnum.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics