Pistlar
Gamli tíminn | Gömlu Akraborginni breytt í lúxus veislubát

Mynd 1 frá vinstri veisluföngin handlönguð úr kælum, Linda Wessman ( dóttir mín ) og Sverrir Halldórsson matreiðslumenn. Efrimynd hægra megin. Þjónustufólk í víkingabúningum. Frá vinstri Hafsteinn Egilsson, María Hilmarsdóttir, W W, Bárður Guðlaugson og Sveinn Sveinsson. Litli víkingurinn sem stendur fremst er Róbert Wessman sonur minn ( hann er í dag forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen ). Neðri mynd búnaður handlangaður um borð í sendiferðabíla.
Að byggja eigi ferðaþjónustuna upp fyrir færri en dýrari ferðamenn hefur verið mín skoðun frá því að ég hóf afskipti af þessum málum, en til þess að það sé hægt þurfa ferðaþjónustuaðilar að hafa þekkingu og vilja til að GO THE EXTRA MILE eins og við kölluðum það hjá InterContinental.
Árið 1984 var ég framkvæmdastjóri ráðstefnu og veitingadeildar Hótel Sögu. Á þessum árum var lítill áhugi hjá ferðaskrifstofunum að sinna incoming business, nema skipulögðum ferðum. Að þeim sökum féll það oftast í hlut okkar hótelmannanna að sjá um og skipuleggja hvataferðir og ráðstefnur.
Ég var virkur í þessu og tók að mér margar slíkar, ein sú eftirminnilegasta og sú sem kostaði mestu skipulagninguna var fyrir Franska skipuleggjandann Havas Tourisme D‘Affaires sem var að skipuleggja pressufund fyrir olíufyrirtækið Total.
Total var að markaðssetja nýja olíu og var Ísland eitt af þeim löndum sem kom til greina fyrir fundinn.
Það átti að bjóða fréttamönnum í óvissuferð sem hófst með hanastéli á Orly flugvelli í París, þaðan var flogið með Concorde til Keflavíkur og keyrt til Reykjavíkur, þar sem drykkir og léttar veitingar biðu ( þetta var í Grillinu á Sögu ). Eftir það átti að fara í siglingu út á Faxaflóa til að njóta miðnætursólarinnar, en þetta var á Jónsmessu. Um borð átti að vera til reiðu sjávarréttarhlaðborð að bestu gæðum, borð dekkuð með silfurborðbúnaður og kristalsglös og fagmönnum í eldhúsi og sal. Ferðin átti síðan að enda kl. 02,00 í Keflavík þar sem gestir stigu um borð í Concorde og flugu til París.
Stóra vandamálið var að á þessum árum var ekkert skip sem tók 200 mann nema Akraborgin og verður seint sagt að hún uppfyllti umbeðnar kröfur.
Það varð úr að ég tók þetta verkefni að mér og leigðum við Akraborgina eftir síðustu ferð til Akranes og höfðum við því klukkutíma til að breyta skipunnu í lúxus fley. Hér þurfti að skipuleggja hverja mínútu og hvert handtak, sérsmíða borð og sauma dúka, skipuleggja skreytingar svo eitthvað sé nefnt. Ég mætti um borð í Reykjavík með tíu fulla sendiferðabíla af mat, og öðrum búnaði, ásamt starfsfólki. Við fengum skipið afhent þegar síðasti farþeginn var farinn frá borði á Akranesi og klukkutíma síðar þegar Boggan sigldi inn í Reykjavíkurhöfn fánum prýtt minnti fátt innanborðs á það skip sem lagði úr höfn í Reykjavík tveimur tímum fyrr.
Ég á enn þakkarbréfið sem ég fékk frá forstjóra fyrirtækisins.
Höfundur er Wilhelm Wessman

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu