Freisting
Mjólka íhugar að kæra Osta- og smjörsöluna fyrir að nota orðið ,,feta"
Mjólka ehf. segist nú íhuga kæru á hendur Osta- og smjörsölunni fyrir að nota orðið FETA á sínar afurðir án leyfis. Hefur sérstök tilkynning vegna þessa verið send fjölmiðlum.
Í henni segir: ,,Í tilefni af kröfu Osta- og smjörsölunnar um að Mjólka hætti að selja ost sinn FETA til neytenda í sérhönnuðum umbúðum fyrirtækisins vill Mjólka taka fram eftirfarandi:
FETI er lögformlega skráð vörumerki og eign Mjólku ehf. Fyrirtækið hefur ótakmarkað leyfi til að nota það á vörur sínar og hyggst gera það áfram þrátt fyrir hótanir samkeppnisaðila um lögbann. Mjólka íhugar hins vegar að krefjast þess að Osta- og smjörsalan hætti að nota orðið FETA á umbúðir sínar þar sem það vörumerki er lögformlega skráð eign Mjólku ehf hjá Einkaleyfastofu.
Osta- og smjörsalan notar vörumerkið FETAOST á sínar afurðir en það er óskráð. Grikkir hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu á því að þeir eigi þetta vörumerki og er Mjólku kunnugt um að stjórnvöld þar í landi hyggi á aðgerðir gegn þeim framleiðendum sem nota vörumerkið FETAOST á sínar vörur í óleyfi.
Mjólka skilur vel viðbrögð Osta- og smjörsölunnar sem ekki er vön því að starfa á samkeppnismarkaði. Sérstaklega í ljósi þess að á tæplega hálfu ári hefur Mjólka náð yfir 50% markaðshlutdeild á neytendamarkaði og enn stærri hlut á stórnotendamarkaði, þ.e. í sölu á FETA til veitingahúsa og framleiðenda.“
Greint frá á mbl.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….