Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kjarnafæði gerir kauptilboð í öll hlutabréf Norðlenska
Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði hefur sent inn erindi til Búsældar um kaup á öllum hlutabréfum í Norðlenska. Þetta staðfestir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis við Vikudag. Gunnlaugur segir málið á byrjunarstigi og lítið sé hægt að segja um stöðuna eins og er.
Hann segir að undanfarin ár hafi það verið skoðað af og til að sameina félögin, en það hafi hingað til ekki gengið upp.
Núna eins og oft áður er staðan innan greinarinnar erfið. Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að þurfi að skoða af alvöru því innangreinar hagræði er það sem fyrst ber að sækja í til eflingar og frekari sóknar. En hvort af verður veit ég ekki á þessari stundu,
segir Gunnlaugur í samtali við Vikudag.is
Hluthafar Norðlenska eru rúmlega 520 en eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, keypti öll hlutabréf Norðlenska fyrir 568 milljónir króna árið 2007.
Eins og Vikudagur greindi frá fyrir skemmstu var rekstur Norðlenska á síðasta ári afar erfiður og var fyrirtækið rekið með tæplega 50 milljóna tapi.
Greint frá á vikudagur.is
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður