Freisting
Bautinn, Akureyri

Hjörtur Howser segir hér frá reynslu sinni á veitingastaðnum Bautinn á Akureyri og fer með fögrum orðum yfir matnum og þjónustu.
Ekki hef ég tölu á því hve oft ég hef borðað á Bautanum á Akureyri í gegnum tíðina en á 30 árum eru skiptin ófá. Ég borðaði þar á 17. júni, hrefnukjöt, og félaginn fékk sér hamborgara.
Reyndar engan venjulegan hamborgara því þeir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir á matseðlinum, háskólaborgarinn með beikoni og eggi, sá mexikóski með chilihjúp, franski borgarinn með camembert og texas BBQ sá sem pantaður var. Hann var stórfínn og hrefnukjötið mitt var algjört lostæti, sannarlega heimsóknarinnar virði.
Villibráðarósan var blönduð gráðaosti og vínberjum og spilaði dásamlegan dúett með sjávarspendýrinu. Svo fylgdi þessu týttiberjasulta sem kórónaði máltíðina. Súpan á undan var rjómalöguð, bragðgóð og lystug og salatbarinn er flottur. Ég dáist að kokkum sem geta haldið ró sinni eins og Bautamenn gerðu þó biðröðin næði langt yfir á göngugötuna, ekkert óðagot hér og allir fengu góðan mat og þurftu ekki að bíða óeðlilega lengi eftir honum.
Stúlkurnar sem framreiddu voru elskulegar og brosmildar, þeim leiddist ekki í vinnunni og þá leiðist kúnnanum ekki heldur.
Greint frá á bloggsíðu Hjartar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni18 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





