Sverrir Halldórsson
Stjörnukokkurinn Homaro Cantu svipti sig lífi
Homaro Cantu starfaði í langan tíma undir stjórn af einni skærustu stjörnu Bandaríkjanna sjálfum Charlie Trotter í Chicago.
Homaro opnaði veitingastaðinn Moto árið 2004 og náði 1 Michelin stjörnu árið 2012, eldamennska hans var í takt við sambræðslu með hátækni og froðu, svipað og Heston Blumenthal hefur verið að gera.
Hann var 38 ára er hann lést og í þann mund að fara að opna brugghús og fleira, en þá kom ákæra frá fyrrverandi viðskiptafélaga hans á veitingastaðnum Moto, öðrum stað sem hét ING og kaffihúsið Berristsa og bendir til að það hafi verið einn af áhrifavöldunum að því að hann svipti sig lífi.
Í mars síðastliðinn hélt hann upp á 12 ára brúðkaupsafmæli síns og eiginkonu hans.
Meðal þekktra rétta eftir hann er Kúbönsk svínakjötssamloka framborin sem vindill.
Hér að neðan getur að líta nokkra rétti frá honum þar á meðal vindillinn fræga:
Vídeó
Blessuð sé minning hans.
Myndir: motorestaurant.com

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards