Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ný stjórn í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna
Aðalfundur Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldinn þann 14. febrúar síðastliðinn.
Þar var farið yfir starf félagsins síðastliðið ár og framtíðin skoðuð. Ný stjórn var kosin og er hún skipuð eftirtöldum meisturum:
- Halldór Jökull Ragnarsson, formaður
- Oddur Árnason, varaformaður
- Magnús Friðbergsson, ritari
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, gjaldkeri
- Kristján G Kristjánsson, meðstjórnandi
Varamenn í stjórn voru kosnir þeir:
- Kjartan Bragason
- Þorsteinn Þórhallsson
Þennan sama dag hélt MFK upp á 25 ára afmæli sitt, en félagið var stofnað 10. febrúar 1990. Stofnfélagar voru 23, en félagsmenn í dag eru nú 86.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þorvaldur Guðmundsson, Síld og fiski, formaður, Björn Ingi Björnsson, Höfn á Selfossi, varaformaður, Gísli Árnason, Afurðasölu Sambandsins, ritari, Leifur Þórsson, Sláturfélagi Suðurlands, gjaldkeri og Tómas Kristinsson, Kjötsölunni, meðstjórnandi.
Árið 2009 voru félagarnir samtals 39 en þá var ákveðið að opna félagið meira og var fólk með meistararéttindi hvatt til að ganga í félagið. Á þessum tímamótum eru félagar nú 86 talsins.
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna er ekki eiginlegt hagsmunagæslufélag sem hefur launabaráttu á stefnuskrá sinni en þau mál eru á könnu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Hér er um að ræða hóp af fólki sem hefur áhuga á því að gera kjötiðnaðinn betri. Við þessi tímamót bættum við nýju tákni við einkennisbúning meistara, en hann notum við hátíðleg tækifæri. Það er svartur kúluhattur sem við setjum upp í staðinn fyrir hvítu hattana sem notaðir hafa verið um nokkurt skeið.
Þar feta íslenskir kjötiðnaðarmeistarar í smiðju kollega sinna í Bretlandi og í Danmörku en þar eru kúluhattar hluti af einkennum kjötiðnaðarmanna.
Á heimasíðu félagsins er jafnan fróðleikur um félagið og störf þess og sögu.
Mynd / Björk Guðbrandsdóttir: frá fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í mars 2014.
Pistill þessi birtist í Matvís blaðinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólaborgarinn seldist upp
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð