Keppni
Flottur hópur af Íslenskum fagmönnum á NKF þingið í Aalborg
Norðurlandaþing matreiðslumanna verður haldið í Aalborg í Danmörku dagana 3. – 6. júní 2015, samhliða þinginu verða haldnar hinar ýmsar keppnir svo sem Global chefs Challange norður Evrópu undanúrslit, Global Pastry chefs keppnin, Hans Buschkens Young chefs Challange.
Sigurvegarar úr þessum keppnum vinna sér rétt til þátttöku í úrslitum sem fram fara í Aþenu 2016, en þar keppa þátttakendur frá 6 heimshlutum um heimsmeistaratitillinn.
Einnig verður keppt um Matreiðslumaður Norðulanda og Matreiðslumaður Norðulanda ungliða og Klúbbur matreiðslumeistara kemur til með að senda út í fyrsta sinn framreiðslumann til að keppa í Framreiðslumaður Norðurlanda, en ekki er búið að ákveða hver það mun vera.
Einnig verður mikil skemmtun með uppákomum í Álaborg við höfnina og verður t.a.m. 300 metra langt borð og tjöld, þar sem veitingastaðir á norður Jótlandi munu kynna fyrir mönnum rétti úr staðbundnu hráefni.
Þeir sem keppa fyrir hönd Ísland eru eftirfarandi:
- Nordic Chef of the Year Competitor: Atli Erlendsson, Grillið
- Nordic Chef Junior Competitor: Rúnar Pierre Heriveaux, Lava
- Global Chef Competitor: Steinn Óskar Sigurðsson, Vodafone
- Hans Bueskens Competitor: Hafsteinn Ólafsson, Apotek Restaurant
- Global Pastry Chef Competitor: Axel Þorsteinsson, Apotek Restaurant
Dómarar:
- Dómari í Nordic Chef: Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarinn
- Dómari í Global Chef & HB: Þráinn Freyr Vigfússon, Lava
- Dómari í Global Pastry Chef: Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakarí
Iðunn Sigurðardóttir og Sölvi Steinn Helgason fara á ungliðaþing NKF sem haldið verður á sama tíma.
Hafliði Hallórsson, Andreas Jacobsen og nýkjörinn forseti KM Björn Bragi fara á NKF þingið en þar mun Björn Bragi taka formlega við stöðu Hafliða í stjórn NKF.
Allur þessi hópur fer til Aalborg miðvikudaginn 3. júní og koma heim aftur 7. júní.
Kynningarmyndband um NKF þingið:
Mynd: Tomasz Sienicki/wikipedia.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






