Keppni
Á morgun laug. 14. feb. er síðasti séns að senda inn uppskriftir | Matreiðslumaður ársins

Matreiðslumaður ársins 2001.
Elmar Kristjánsson, hreppti titilinn matreiðslumaður ársins 2001 og í öðru sæti lenti Bjarni Gunnar Kristinsson og í þriðja sæti lenti Ragnar Ómarsson matreiðslumaður. Bjarni hlaut einnig verðlaun fyrir besta saltfiskréttinn og Ragnar fyrir besta kjötréttinn.
Á morgun laugardaginn 14. febrúar er síðasti séns að senda inn uppskriftir fyrir keppnina um titilinn Matreiðslumaður ársins. Í uppskriftinni þarf þorskur að vera í aðalhlutverki.
Allar uppskriftir sendast á netfangið: matur.keppni@gmail.com
Á þriðjudaginn 17. febrúar verða 10 uppskriftir sem valdar voru kynntar og hvaða matreiðslumenn það eru sem elda réttinn fyrir dómara. Þessir tíu matreiðslumenn keppa síðan í forkeppninni sem fram fer 23. febrúar á Kolabrautinni í Hörpunni og eru allir velkomnir til að horfa á.
Hver keppandi eldar sína uppskrift fyrir 10 manns og hafa 1 klukkustund til þess og mega koma með allt tilbúið, en keppnin hefst klukkan 10:30 og fjórir efstu í forkeppninni komast áfram.
4ra manna úrslitin – 1. mars
Sunnudaginn 1. mars verða síðan 4ra manna úrslitin í Smurstöðinni í Hörpunni þar sem Matreiðslumaður ársins verður valinn. Á sama tíma fer fram Food & Fun hátíðin og sívinsæli Matarmarkaður Búrsins.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar eða hringja í:
Björn Braga í síma 6929903
Bjarna Gunnar í síma 6926643
Nostalgia
Til gamans þá er hægt að skoða myndir frá keppninni Matreiðslumaður ársins 2001 með því að smella hér.
Samsett mynd: úr safni

-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards