Bocuse d´Or
Engar ýkjur um kokkakeppni
Svar við athugasemdum Jónasar Kristjánssonar um Bocuse d’Or sem birt er á vefnum jonas.is undir yfirskriftinni Ýkjur um kokkakeppni.
Bocuse d´Or matreiðslukeppnin hóf göngu sína 1987 og hefur verið haldin annað hvert ár í Lyon í Frakklandi. Ísland hefur tekið þátt í keppninni frá árinu 1999 og verið meðal topp 9 þjóða frá upphafi. Bocuse d´Or er erfiðasta einstaklingsmatreiðslukeppni í heiminum og óformlega er hún heimsmeistarakeppni einstaklinga.
Nöfn eins og Régis Marcon, Léa Linster, Mathias Dahlgren, Rasmus Kofoed, Michel Roth, Melker Andersson, Yannick Alleno, Francois Adamski, Geir Skeie, Serge Viera, Jonas Lundgren, Tommy Myllymaki og næsta stjarna í Bandaríkjunum Philip Tessier, hafa komist á pall ásamt okkar manni Hákoni Má Örvarssyni.
Einnig er hægt að nefna nöfn dómaranna René Redzepi, Tomas Keller, Eyvind Hellström, Grant Achatz, Heston Blummital, Arzak, Frantzén, Daniel Boulund, Mathias Dahlgren, Alex Altala D.O.M, Ernrico Crippa, Peter Goossens og svo mætti áfram telja.
Enn fleiri mæta á keppnina til að fylgjast með eða tengjast henni, nefna má nöfn eins Alain Ducasse, Marc Veyrat, Andoni Luis Aduriz, Daniel Humm, Roca, Eric Ripert og Joel Robuchon.
Til að svara þeim skrifum Jónasar að engir heimsfrægir kokkar taki þátt þá er ég þegar búinn að svara henni. En bara til að fræða Jónas þá eru flestir stjörnukokkar á þeim aldri að þeir hafa ekki séns í að vinna hana því hún er svo erfið. Það eru ekki nöfnin sem vinna heldur maturinn. Það krefst eins og hálfs árs undirbúnings og krefjandi hugmyndavinnu. Enginn sem þegar er orðinn nafn í alþjóðlegu samhengi er að fara leggja þetta á sig nema kannski Rasmus Kofoed. Það er ekki hægt að bera þetta saman við keppnisíþróttir.
Það er engin önnur matreiðslukeppni í heiminum þar sem um það bil 7 þúsund manns mæta á. Andrúmsloft meðal áhorfenda er eins og á besta fótboltaleik á Englandi. Keppninni er sjónvarpað á netinu þar sem mörg þúsund manns fylgjast með. Bocuse d´Or og matreiðslukeppnir í heild sinni hafa mjög góð áhrif á veitingahúsamenninguna og hafa aukið áhuga og þekkingu íslenskra matreiðslumanna. Með hverri keppni lærir matreiðslumaðurinn eða neminn gríðarlega mikið og þróar sig áfram sem matreiðslumann, sama hver úrslit keppninnar verða. Með umfjöllun um slíkar keppnir eykst áhugi ungs fólks á matreiðslu og við fáum fleiri matreiðslumenn. Það er nauðsynlegt á ört stækkandi veitingahúsamarkaði og ferðamannaiðnaði sem er farinn að skapa mestu gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Við þurfum fleiri og betri matreiðslumenn og framreiðslumenn til að geta staðið undir öllu þessu.
Það eru matreiðslukeppnir eins og Bocuse d’Or, Matreiðslumaður ársins, Matreiðslumaður Norðurlanda, nemakeppnir og landsliðskeppnir sem hjálpa okkur að auglýsa fagið og upphefja það, ásamt að sjálfsögðu þeim fjölda góðra veitingastaða sem eru á Íslandi.
Burtséð frá því hvað Jónasi finnst um Paul Bocuse þá er hann umtalaðasti matreiðslumaður okkar tíma og hefur veitingastaðurinn hans verið með 3 Michelin-stjörnur í 50 ár. Er hann í miklum metum hjá þeim sem til þekkja.
Ég þakka Jónasi fyrir að vekja athygli á Bocuse d’Or en umfram allt hvet ég hann til að hjálpa okkur með GAGNrýni sem hjálpar okkur að upphefja matreiðsluna og okkar góða fólk sem vinnur dag og nótt við að bæta íslenska matarmenningu.
Virðingarfyllst,
Þráinn Freyr Vigfússon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum