Veitingarýni
Ísafjörður | 4. kafli | Veitingarýni: Húsið og Edinborg
Vöknuðum um níuleitið og fórum í morgunmatinn hjá Primadonnunni sjálfri . Ég get fúslega viðurkennt að hún Ólína var ekki hátt skrifuð hjá mér, en eftir þennan morgunn þá breyttist skoðun mín á henni algerlega, hún var hin skemmtilegasta manneskja, fróð og minntist ekki á pólitík. Þjónustulundin alveg fram í fingurgóma og glæsilegur morgunmatur sem hún bar á borð fyrir okkur og hinna gestanna. Ólína er með hund sem er svona björgunarhundur í að leita að fólki og fannst henni skrítið hvað hundurinn hændist að mér, því venjulega léti hann fólk alveg í friði, svo þökkuðum við fyrir viðurgjörningin og héldum út í lífið.
Veitingastaðurinn Húsið
Keyrðum við um og fórum út í Hnífsdal, upp á Bolafjall þar sem herinn var með ratsjárstöð og til Bolungarvík og skoðuðum það markverðasta, leið að hádegi og rúlluðum við inn á Ísafjörð og fórum við á veitingastaðinn Húsið og fengum okkur eftirfarandi.
Sávarréttarsúpa borin fram í tarinu og jusum við sjálfir á diskana, mjög góð súpa og frábært brauð með.
Alveg fantagóður borgari, ekki þurrsteiktur og ekki kæfður í kryddi, flott.
Mjög góður fiskur og heildstæður réttur.
Í eftirrétt fengum við sneiðar af kökum dagsins, önnur ostakaka með bláberjum og hin svona púðursykur með súkkulaðirúsínum og rjóma. Smökkuðust þær alveg firnavel, ferskar og ekki of sætar.
Við gengum út með bros á vör, ánægðir með afrakstur hádegisins.
Svo var tíminn notaður til að tékka á lofti í dekkjunum og fylla tankinn og fleira við bílinn, skruppum upp á Sjúkrahús, ekki til að leggjast inn heldur að taka hús á Bigga Yfirkokki þar og taka stöðuna á Vestfjörðum á kjarngóðri íslensku. Kvöddum við þá félaga með virktum og héldum í valkyrjuhús og lögðum við okkur fram að kvöldmat.
Edinborg
Um kvöldið mættum við á Edinborg veitingahús en núpsstaðabræður reka það líka og eftir að hafa heilsað vertinum, komst maður að því að talsamband væri gott fyrir vestan því ég hafði minnst á Núpi um að gott væri að fá að smakka krækiberjasaftið blandað sama við sódavatn og nú kom vertinn með það á borðið og vá þvílíkt sælgæti.
Í forrétt:
Rjómalagaða spergilsúpu með rjómatopp og góðu brauði. Alvöru hótelsúpa eins og fólk sagði í gamla daga.
Í aðalrétt:

Lambakótilettur í raspi með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, rabbabarasultu og feiti.
Þessi réttur klikkar bara ekki og mætti vera víða á boðstólum og að drekka krækiberjagos með, er spurningin hvort þetta geti orðið íslenskara.
Í eftirrétt:
Flottur endir á klassískri og glæsilegri máltíð.
Þjónustan var fagmannleg enda vertinn vel sjóaður í stærri hópum, þökkuðum við vel fyrir okkur og skunduðum upp í Valkyrjustaði til að sofa og vera hvíldir fyrir átök morgundagsins.
Fleira tengt efni:
Ísafjörður | 1. kafli | Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið
Ísafjörður | 2. kafli | Veitingarýni: Plássið og Hótel Núpur
Ísafjörður | 3. kafli | Veitingarýni: Tjöruhúsið og Talisman

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards