Nemendur & nemakeppni
Útskrifaðist sem matreiðslumaður með hæstu einkunn yfir skólann | Skólinn fullbókaður í matreiðslu og mikil aukning í framreiðslunni

Birta Jónsdóttir og Sigurður Ágústsson.
Birta og Sigurður eru í sambúð, en þau lærðu fræðin sín á veitingastaðnum Satt og útskrifuðust bæði 19. des. s.l. Sigurður útskrifaðist sem matreiðslumaður og Birta sem framreiðslumaður
Síðastliðin föstudag 19. desember útskrifuðust stútentar og iðnsveinar frá Menntaskólanum í Kópavogi. Frá Hótel- og Matvælaskólanum útskrifuðust sextán matreiðslumenn, tólf framreiðslumenn og tveir kjötiðnaðarmenn. Að auki útskrifuðust tveir meistarar, og einn nemandi frá César Ritz.
Mér finnst ástæða til að geta þess að Sigurður Ágústsson sem útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Natura- Icelandair Hótel var með hæstu einkunn yfir skólann. Sigurður var verðlaunaður með bókum og peningaverðlaunum frá Rotayklúbb Kópavogs og Bæjarstjórn Kópavogs.
Einn útskriftarnemi í framreiðslu Elísa Jóhannsdóttir á Hótel Sögu og María Rún sem lauk framreiðslunámi síðasta vor frá Hilton útskrifuðust einnig sem stútentar.
Við útskriftina er vani að nemendur haldi ræðu, fulltrúi stútenta og fulltrúi iðnnema. Heiða Björg Guðjónsdóttir framreiðslumaður frá La Vita Bella á Akureyri talaði fyrir iðnema og var ræða hennar frábær.
Það er bjart framundan og skólinn fullbókaður í matreiðslu og mikil aukning í framreiðslunni. Það er alltaf gaman þegar vel gengur og nemendur taka nám sitt alvarlega. Vonandi leggja nemendur sig fram á komandi árum bæði í bóklegu og verklegu, þá verðum við betur í stakk búin til þess að taka á móti gestum okkar í framtíðinni.
Mynd: aðsend
/Guðmundur Guðmundsson
![]()
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa





