Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús á Grandanum, Café Retro
Nýtt Ítalskt kaffihús hefur verið opnað á Grandagarði 14 á jarðhæð í gamla slysavarnarhúsinu. Kaffihúsið ber nafnið Cafe Retro og var áður til húsa í Hamraborginni í Kópavogi. Eigendur eru Magnús Magnússon og Sandra Guðmundsdóttir sem eru einnig umboðsmenn Cafe BONOMI á Islandi.
BONOMI er þekkt hágæða ítalskt kaffi sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu s.l 130 ár. Bonomi er stærst á allri Ítalíu í innflutningi á óbrennsum baunum og selur til margra þekktra kaffiframleiðanda á Italíu. Cafe Retro selur Bonomi kaffibaunirnar á staðnum og einnig er malað fyrir þá sem vilja.
Fjölmargt er í boði, kökur, belgískar vöffur, smurt ítalskt brauð og vefjur og margt fleira og allt er framleitt á staðnum. Sjávarréttasúpa er á matseðlinum, súpa dagsins og nýbökuð brauð er í boði alla daga.
Mynd: af facebook síðu Café Retro
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille





