Frétt
Jólakrás | Pop-up götumatarmarkaður
Síðustu helgi fyrir jól, 20. og 21. desember verður skyndiútgáfa af KRÁS götumatarmarkaðnum sem var haldinn fimm sinnum í Fógetagarðinum síðastliðið sumar við mikinn fögnuð viðstaddra.
Á krás koma saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík og gera götuútgáfu af þeim mat sem þeir gera og eru þekktir fyrir alla jafna. Þarna verður boðið upp á heita jólaglögg og kakó og heitan jólalegan mat og má segja að það sé tilvalið að koma við í fógetagarðinum til að slá á mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn.
Þeir staðir sem taka þátt í Jólakrás eru: Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, DILL restaurant, Coocoos nest, Matur og Drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í hörpu og Austurlandahraðlestin, Kleinubarinn og Meze svo það má ljóst vera að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðurspáin er eins hagstæð og hugsalegt er í Reykjavík í desember, stilla og bjart, en það er vissara að fólk klæði sig vel því það verður frost.
Myndir frá í sumar má finna hér.
Fyrir hönd KRÁSAR
Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jónsdóttir skipuleggendur
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný