Uncategorized @is
Matreiðslumenn með fróðleiksmola á nýrri heilsusíðu
Í byrjun júní opnaði vefsíðan Heilsutorg.com við formlega athöfn í veitingasal heilsuræktartöðvarinnar World Class í Laugum. Heilsutorg.com er hugsað sem miðja umfjöllunar um heilsu á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga þar sem leitað er til lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, íþróttakennara, matreiðslumanna og fleiri fagaðila til að gera Heilsutorg að veruleika.
Ritstjórn Heilsutorgs.com skipa Fríða Rún Þórðardóttir, Magnús Jóhansson og Steinar B. Aðalbjörnsson. Heilsutorg.com er rekið og í eigu iSport ehf en eigendur þess eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur, Tómas Hilmar Ragnars framkvæmdastjóri og Teitur Guðmundsson læknir, sem jafnframt er stjórnarformaður félagssins.
„Fyrir mig er gaman að skyggnast aðeins inn í heilsupakkann og stúdera þá hlið á faginu“, segir Ragnar Ómarsson matreiðslumaður en hann birtir meðal annars fróðleiksmola um undirbúning og eldun á heilum steikum á síðunni.
Kíkið á Heilsutorg.com.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegri opnun Heilsutorgs.com:
Myndir af facebook síðu Heilsutorg.com.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast