Smári Valtýr Sæbjörnsson
Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS
Undirritað hefur verið samkomulag á milli ISS veitingasviðs og Heitt og Kalt þar sem ISS tekur yfir alla starfssemi Heitt og Kalt frá og með 1. desember s.l.
Veitingasvið ISS rekur öflugt miðlægt eldhús í Vatnagörðum auk mötuneyta á mörgum stöðum og starfa þar um 60 manns við að framleiða fjölbreyttan og hollan hádegisverð til fyrirtækja og stofnana, alla daga vikunnar. Auk þess bíður ISS upp á ávaxtakörfur og veisluþjónustu til fyrirtækja og stofnana.
Heitt og Kalt er í eigu Sturlu Birgissonar og Freyju Kjartansdóttur, en Sturla er vel þekktur fyrir störf sín í veitingageiranum bæði sem fyrrum landsliðsmaður í kokkalandsliðinu okkar og keppandi í hinni alþjóðlegu keppni Bocuse d‘ Or, og nú sem dómari í sömu keppni. Einnig hefur Sturla séð um veislur fyrir ýmsa opinbera aðila auk margra stærri fyrirtækja landsins.
Sturla verður hluti af stjórnunarteymi veitingasviðs ISS með Þórði Bragasyni yfirmatreiðslumanni og mun Sturla verða aðstoðaryfirmatreiðslumaður í stóreldhúsi ISS, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Sameinað Heitt og Kalt og Veitingasvið ISS mun styrkja ISS ehf enn frekar í því að ná markmiði sínu, sem er að veita öfluga veitingaþjónustu í þágu atvinnulífs með fjölbreytni, sveigjanleika og gæði að leiðarljósi.
Myndir:
- Sturla Birgisson: heittogkalt.is
- Iss logo: is.issworld.com

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata