Kokkalandsliðið
Eyþór snýr nú aftur á skjáinn og nú með sinn eigin matreiðsluþátt
Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður steig sín fyrstu skref í sjónvarpi sem einn af þremur dómurum í Masterchef Íslands fyrir tveimur árum. Hann snýr nú aftur á skjáinn og nú með sinn eigin matreiðsluþátt sem að hann kallar Eldhúsið hans Eyþórs.
Fyrsti þátturinn fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2 og er lögð áhersla á hátíðarmatinn núna í desember.
Í þessum þremur fyrstu þáttum elda ég jólamat eins og ég vil helst hafa hann, allt frá forréttum til eftirrétta. Ég fer einnig í eina góða heimsókn í hverjum þætti þar sem ég kynni mér áhugaverða hluti sem tengjast mat og drykk
, segir Eyþór í samtali við visir.is.
Sjálfur er Eyþór alinn upp í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem hefðin var að borða rjúpu í hátíðarmatinn á heimilinu.
Ég er alinn upp við að borða rjúpu en konan mín hamborgarhrygg. Við vorum búin að þrasa um þetta í nokkur ár hvað við ættum að borða en svo tók ég af skarið fyrir einhver jólin og ákvað að prufa að elda fyllta önd. Það er nú gaman að segja frá því að við höfum ekki haft annan jólamat síðan og allir sáttir. Sonur okkar, sem er 4 ára, er alsæll með þennan jólamat en nú reynir á hvað dóttirin segir en þetta eru fyrstu jólin sem hún fær jólamat
, segir hann og bætir við að hann komi til með að elda öndina í næstu viku.
Öllu vanur
Eyþór er öllu vanur í eldhúsinu og var hluti af kokkalandsliði Íslands í 7 ár og fyrirliði þess síðustu 3 árin sín í liðinu.
Ég fór í fjórar stórar keppnir með liðinu á þessum tíma. Það var gríðarlega skemmtilegur og krefjandi tími. Mig langar að nota þetta tækifæri og óska landsliðinu til hamingju með frábæran árangur á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en það náði 5. sæti, sem er besti árangur Íslands hingað til
, segir Eyþór, stoltur af kollegum sínum.
Nýlega tók okkar maður við stöðu yfirkokks á heilsuveitingastöðum Gló og njóta viðskiptavinir veitingastaðanna góðs af hæfileikum Eyþórs.
Það var kærkomin tilbreyting að byrja að vinna á Gló og matreiðslan öðru vísi en ég hafði áður unnið við. Í dag eru veitingastaðirnir fjórir en verða fimm á næstu vikum.
Það er því nóg að gera hjá Eyþóri og spennandi tímar framundan bæði í sjónvarpinu sem og á Gló, en á visir.is er hægt að sjá uppskriftina Laxatartar með estragondressingu á melbabrauði eftir hann Eyþór með því að smella hér.
Mynd: Guðjón Steinsson.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur