Frétt
Terra Madre biðlar til veitingamanna á Íslandi
Þann 10. desember 1989, fyrir 25 árum síðan, voru Slow Food samtökin stofnuð formlega í Bra á Ítalíu (Piemonte). Terra Madre, sem þýðir Móðir Jörð, hefur verið heitið á samkomu matarsamfélaga víðsvegar að úr heiminum, sem er haldin í Torino á sama tíma og sýningin Salone del Gusto, á 2ja ára fresti.
Þessi matarsamfélög („food communities“), kokkar, smáframleiðendur, ungt fólk, bændur, fiskimenn, fræðimenn og neytendur, halda á lofti matvælaframleiðslu sem fer eftir gildum Slow Food hreyfingarinnar: maturinn á að vera góður, hreinn og sanngjarn – og koma úr héraði. Góður matur er mannréttindi, ekki forréttindi.
Á hverju ári er Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur og allir um allan heim sem áhuga hafa taka þátt: koma saman og borða góðan mat úr eigin héraði, efna til bændamarkaða með mat úr héraði – eða hvað sem fólki dettur í hug.
Í ár, var ákveðið að biðla til veitingamanna á Íslandi sem aðhyllast Slow Food hugmyndafræðina og eru með veitingastað eða senda mat í fyrirtæki, að elda og selja/senda súpu eftir eigin uppskrift, sem verður unnin eingöngu úr íslensku hráefni, og ef hægt er, með hráefni sem er um borð í Bragðörkinni (sjá á www.slowfood.is). Miði verður sendur með til að vekja athygli á þessu og útskýra í fáum orðum hvað Terra Madre dagurinn er og til hvers er verið að halda hann hátíðlegan.
Slow Food Reykjavík mun útvega:
- Lógó TERRA MADRE dagsins sjá hér www.slowfood.com/terramadreday
- Lógó Slow Food Reykjavík
- Miða með stuttum texta sem hægt er að senda með matarbökkunum.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hinrik Carl Ellertsson í síma 864 3333 eða á netfangið [email protected] og Dominique Plédel Jónsson í síma 898 4085 eða á netfangið [email protected]
Mynd: slowfood.com
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill