Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnaður Matarmarkaður Búrsins
Margt var um manninn bæði af framleiðendum og neytendum á Matarmarkaði Búrsins um helgina s.l. Þar komu saman um fimmtíu framleiðendur víðsvegar af landinu með bragðgott ljúfmeti sem féll vel í kramið hjá gestum markaðarins.
Eirný Sigurðardóttir eigandi ljúfmetisverslunarinnar Búrsins, sem staðsett er að Grandagarði 35, ásamt Hlédísi Sveinsdóttur verkefnastýru og fyrrverandi formanni Beint frá býli standa að markaðnum. Óhætt er að segja að Matarmarkaður Búrsins sé búin að festa sig í sessi hjá neytendum.
Góðgæti sem var á boðstólum hefur aldrei verið eins fjölbreytt og þar má nefna ferskt kanínukjöt, grafinn bláberja ær vöðvi, ostrusveppir, rabbarbara og hvannarsulta, vistvænn kjúklingur frá litlu gulu hænunni, heitreykt hrogn, kínversk silkihænuegg frá Júlíus landnámshænueggjabónda, Hangikjöt frá Ytri Fagradal sem er lagað með sjávarsalti frá Saltverk á vestfjörðum, birkisíróp, sælkera sinnep, tvíreykt hangikjöt frá Kiðafelli, vistvænt svínakjöt frá Bjarteyjarsandi, þara pestó, kartöflukonfekt, súrblökusleikjó, tómatkryddsulta, handgert súkkulaði, reykt graskers súrdeigsbrauð, rabbarbarasaft, ein besta súkkulaði kaka heims frá Bergsson mathús og margt margt fleira.
Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti markaðinn sem hægt er að horfa á hér.
Fleiri myndir frá Matarmarkaðinum er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: Helga Björnsdóttir
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina