Freisting
Gæti orðið skortur á lambakjöti í sumar
„SÚ STAÐA gæti hæglega komið upp í sumar að bændur stæðu frammi fyrir því vandamáli að eiga ekki nægilegt lambakjöt inn á markaðinn.“ Þetta segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, en mjög góð sala hefur verið á lambakjöti síðastliðin tvö ár.
Á síðustu 12 mánuðum hafa selst rúmlega 7.500 tonn af lambakjöti, en þetta er 18% meiri sala en var á árinu 2003. Það ár var reyndar versta ár sem sauðfjárbændur hafa upplifað.
Í fyrrasumar var allt lambakjöt í landinu að klárast þegar sláturtíð hófst. Söluaukningin sem varð í fyrra hefur haldið áfram á þessu ári. Özur segir að kjötbirgðir séu 8-10% minni núna en á sama tíma í fyrra. Það geti því orðið vandamál fyrir bændur að útvega nægilega mikið kjöt inn á markaðinn ef góð sala verði á lambakjöti í sumar. Hann segir að um 300 tonn af lambakjöti sem átti að flytja úr landi séu enn í landinu og þetta kjöt verði ekki flutt út nema í ljós komi að nægt framboð verði á kjöti á innanlandsmarkaði.
Özur segir að dregið hafi verið úr markaðssetningu á lambakjöti innanlands síðustu mánuði beinlínis vegna þess að birgðastaðan sé lág.
Útflutningur minnkar úr 36% í 8%
Markaðsráð kindakjöts hefur gert tillögu til landbúnaðarráðherra um að svokölluð útflutningsskylda á þessu ári verði 4-10%, en það þýðir að 7-8% af allri framleiðslu verða flutt úr landi. Ekki eru nema tvö ár síðan útflutningsskyldan var 36%. Þá voru 2.400 tonn flutt út, en nú eru horfur á að ekki verði flutt út nema 700 tonn.
Minni útflutningur hefur í för með sér tekjuaukningu fyrir bændur því að lægra verð fæst fyrir kjöt sem flutt er út. Özur segir að nú séu bændur í þeirri stöðu að þurfa að velja hvaða erlendu mörkuðum þeir eigi að sinna. Menn muni að sjálfsögðu eingöngu selja á þá markaði sem borgi hæsta verðið. Breytt gengi krónunnar geri það hins vegar að verkum að útflutningur á lambakjöti sé hagstæðari nú en í fyrra.
Greint frá í Morgunblaðinu
Eftir Egil Ólafsson
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni19 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun