Sverrir Halldórsson
Ryan Giggs og Gary Neville stofna fyrirtæki um rekstur hótela og veitingastaða
Fyrirtækið heitir „GG Hospitality“. Fyrirtækið ráðgerir að opna fyrsta veitingastaðinn undir nafninu „Café Football“ og mun hann vera til húsa í Westfield Stratford, verslunamiðstöðinni í London og opna í nóvember næstkomandi.
Yfirmatreiðslumaður hefur verið ráðinn og heitir hann Michael Wignall á 2 Michelin stjörnu staðnum Latymer, Pennyhill í Surrey, en hann mun áfram stjórna staðnum samhliða nýja starfinu.
Einnig ætlar fyrirtækið að opna á næsta ári hótel með 139 herbergjunum í Manchester við Old Trafford, undir nafninu „Hotel Football Manchester“ og geta United aðdáendur hlakkað til þessa hótels því þá er bara 3. mínútna gangur á völlinn.
Fyrirtækið hefur þegar hafið samningaviðræður um yfirtöku eða leigu á hótelum til að bæta við í keðjuna.
Þeir félagar ættu að þekkja hvað gott hótel þarf að bera, eftir alla þá dvöl á hótelum víðs vegar um heiminn vegna starfs síns.
Vonandi gengur þetta vel hjá þeim félögum.
Bent skal á að Rio Ferdinand rekur veitingastaðinn Rosso í Manchester.
Myndir: fengnar af netinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt12 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





