Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ryan Giggs og Gary Neville stofna fyrirtæki um rekstur hótela og veitingastaða

Birting:

þann

ryan_garyFyrirtækið heitir „GG Hospitality“. Fyrirtækið ráðgerir að opna fyrsta veitingastaðinn undir nafninu „Café Football“ og mun hann vera til húsa í  Westfield Stratford, verslunamiðstöðinni í London og opna í nóvember næstkomandi.

Yfirmatreiðslumaður hefur verið ráðinn og heitir hann Michael Wignall á 2 Michelin stjörnu staðnum Latymer, Pennyhill í Surrey, en hann mun áfram stjórna staðnum samhliða nýja starfinu.

ryan_gary_hotelEinnig ætlar fyrirtækið að opna á næsta ári hótel með 139 herbergjunum í Manchester við Old Trafford, undir nafninu „Hotel Football Manchester“ og geta United aðdáendur hlakkað til þessa hótels því þá er bara 3. mínútna gangur á völlinn.

Fyrirtækið hefur þegar hafið samningaviðræður um yfirtöku eða leigu á hótelum til að bæta við í keðjuna.

Þeir félagar ættu að þekkja hvað gott hótel þarf að bera, eftir alla þá dvöl á hótelum víðs vegar um heiminn vegna starfs síns.

Vonandi gengur þetta vel hjá þeim félögum.

Bent skal á að Rio Ferdinand rekur veitingastaðinn Rosso í Manchester.

Myndir: fengnar af netinu

/Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið