Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Vínsmakkarinn leitar að húsnæði í miðbænum

Birting:

þann

logo_vinsmakkarinnEins og kunnugt er þá lokaði Vínsmakkarinn á Laugavegi um páskana s.l., en ástæða lokunarinnar var ekki vegna þess að reksturinn gekk illa heldur vegna utanaðkomandi deilu máls sem var ekki hægt að leysa með góðu.  Stefán Guðjónsson vínþjónn og eigandi Vínsmakkarans leitar nú eftir hentugu húsnæði í miðbænum og hefur í tvígang verið mjög nærri því að finna húsnæði, sem gekk ekki upp.

Ég er ennþá að leita að húsnæði, helst kaffihús eða bar sem er núna í rekstri, sagði Stefán í samtali við veitingageirann í dag, aðspurður um hvernig gengur að finna húsnæði.

Ef einhver veit um húsnæði fyrir Vínsmakkarann, þá má hinn sá sami hafa samband við Stefán með að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið