Keppni
Kokkalandsliðið og Íslandsstofa í samstarf | Allt kynningarefni frá Kokkalandsliðinu verður með merki Inspired by Iceland

Íslenska kokkalandsliðið keppir á heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Lúxemborg dagana 22. til 26 nóvember 2014
Íslandsstofa og Kokkalandsliðið hafa gert með sér samstarfsamning um að efla kynningu á Íslandi sem áfangastað og íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum.
Samstarfið hefur samlegð með markaðsverkefninu Ísland – allt árið og almennri markaðsvinnu fyrir íslenska ferðaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Samkvæmt samningnum mun kokklandsliðið taka þátt í verkefnum tengdum komu erlendra blaðamanna til Íslands sem og einstökum verkefnum Íslandsstofu á erlendum mörkuðum, líkt og vöru- og sölusýningum. Þá munu matreiðslumeistarar kokkalandsliðsins veita aðgang að uppskriftum til notkunnar í þematengdum verkefnum tengdum Íslandi, til dæmis á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt samningi verður merki Inspired by Iceland á öllu kynningarefni frá Kokkalandsliðinu og á fatnaði kokkalandsliðsins.
Mynd: Rafn Rafnsson

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift