Starfsmannavelta
Rúmlega 100 milljóna gjaldþrot Hótels Egilsstaða
Engar eignir fundust í búi Hótels Egilsstaða en skiptum á búinu lauk fyrir skemmstu. Lýstar kröfur í búið námu rúmum 103 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember en skiptum lauk í vor.
Hótel Egilsstaðir var með rekstur í Valaskjálf á Egilsstöðum, að því er fram kemur á heimasíðu Austurfréttar.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar skiptaloka á móðurfélagi þess, Hótel Sól, sem einnig rak hótelið á Reyðarfirði. Nær engar eignir fundust upp í kröfur á hendur því upp á tæpan 1,5 milljarð króna.
Valaskjálf var auglýst til sölu í mars 2013 og er enn á sölu. Hótelið er þó í rekstri í sumar en fasteignirnar eru í eigu Landsbankans.
Ásett verð er 210 milljónir króna og nær það yfir bæði húsin, annars vegar félagsheimili byggt árið 1966 og hins vegar hótelið sem byggt var 1977.
Mynd: skjáskot af google korti.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma