Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný Hamborgarabúlla Tómasar opnaði í Kaupmannahöfn í gær
Það er ótrúlegt að fólk skuli leggja það á sig að bíða svona lengi. Það er mikill heiður
, segir Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni í samtali við Fréttablaðið, en Búllan opnaði í Kaupmannahöfn í gær.
Rúmlega tveggja tíma bið er eftir borgurum.
Í gær, fyrsta daginn, þá gefum við borgarana. Við höfum gefið 1000 borgara so far og ætlum að fara upp í 1200 stykki.“
Tommi hefur verið viðstaddur opnunina í gær en segist meira hafa verið til sýnis eða gagns.
Ég reyni að vera til hliðar og leggja blessun mína yfir þetta allt saman. Hef ekki beint verið að vinna við steikingu.
Eiginlega allir sem vinna á dönsku Búllunni eru Íslendingar en bróðurparturinn af þeim talar dönsku að sögn Tomma.
Danirnir virðast vera hrifnir af borgurunum hingað til en Tommi segir það lítið að marka þar sem að borgararnir eru gefins.
En eins og við skynjum þetta þá hefur fólk verið ánægt.
Staðurinn er í Kødbyen sem er talið töff hverfi í Kaupmannahöfn og sérstaklega vinsælt hjá ungu fólki.
Myndir: af facebook síðu: burgerjointdk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











