Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kjallarinn hélt veglegt sumarpartí

Eigendur.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Tómas Kristjánsson og Níels Hafsteinsson
Kjallarinn hélt veglegt sumarpartí þann 28. maí sl. í tilefni opnunar. Fjóreykið sem að kjallaranum stendur, er það sama og rekur Steikhúsið við Tryggvagötu; hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir ásamt þeim Níels Hafsteinssyni og matreiðslumeistaranum Eyjólfi Gesti Ingólfssyni.
Kjallarinn er í kjallara Geysishússins, þar sem Sjávarkjallarinn var á sínum tíma. Á fimmta hundruð gesta gæddi sér á kræsingunum og mátti sjá bregða fyrir helstu kanónum ferðageirans, nokkra reynslubolta úr veitingabransanum ásamt helstu vonarstjörnunum úr heimi íþrótta, lista og stjórnmála, sem sagt fjölbreytt blanda, líkt og má segja um veitingarnar.
Kjallarinn býður upp á spennandi kræsingar sem ýmist koma úr kolaofni eða af franskri plötu og hráefnið jafnt af fjöllum sem úr hafi.
Allnokkur pörun átti sér stað milli matreiðslumeistara og barþjóna Kjallarans og er þá átt við samstarf eldhúss og bars en í Kjallaranum er boðið upp á kokteilparanir með mat. Vinsældir kokteila hafa aukist til muna undanfarið, svo mjög að Barþjónafélag Íslands startaði árlegri kokteilahelgi í byrjun árs.
Nánari upplýsingar um Kjallarann má finna á vefsíðu hans, kjallarinn.is
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag