Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur á Center Hotel Þingholti. Matseðillinn er árstíðarbundinn og er því afskaplega fjölbreyttur með vönduðu íslensku hráefni.
Staðurinn opnaði í apríl s.l. og tekur 68 manns í sitjandi borðhald. Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason og yfirþjónn er Harpa Magnúsdóttir. Opnunartími er 17:00 – 00:00 alla daga.
Innblástur hönnunar veitingastaðarins er íslensk náttúra með hrauni, mosa og fossum. Sérstaða Ísafold Bistro – Bar & Spa er eins og nafnið gefur til kynna nálægð veitingastaðarins við SPA sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum og býður því upp á möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga saman.
Afmarkað herbergi er staðsett rétt inn af veitingastaðnum og er gestum Ísafold Bistro kleift að nýta herbergið fyrir einkaborðhald þar sem tilvalið er að byrja á að fara í SPA og njóta svo góðra veitinga að því loknu.
Myndir: af facebook síðu Ísafold Bistro – Bar & Spa.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni