Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar á Prímus kaffi á Hellnum
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við kaffihúsinu Prímus kaffi sem undanfarin ár hefur verið starfrækt við gestastofu Snæfellsnessþjóðgarðs á Hellnum. Kaffihúsið var opnað formlega á skírdag 17. apríl s.l. Það er opið alla daga vikunnar frá tíu á morgnana til níu á kvöldin allt til enda september. Þar verður hægt að fá kaffi og aðra drykki. Að sjálfsögðu verða einnig á boðstólum bæði brauð og kökur. Einnig verður sérlöguð sjávarréttasúpa ásamt fleiri súputegundum.
Ég er líka að hugsa um að bjóða upp á alvöru grjónagraut. Ég hlakka mikið til sumarsins. Hellnar eru yndislegur staður. Það er frábært og sólríkt útsýni héðan frá okkur yfir hafið og Faxaflóa. Svo erum við með Snæfellsjökulinn hér rétt hjá og síðan Stapafellið við Arnarstapa
, segir Helga Magnea Birkisdóttir í samtali við skessuhorn.is.
Hún ætlar að reka staðinn í sumar ásamt eiginmanni sínum Ólafi Sólmundssyni.
Áður höfðu þeir Sveinn Haukur Valdimarsson og Ægir Snær Sigmarsson verið með rekstur Kaffi Prímuss á Hellnum.
Mynd: skjáskot af google korti.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni