Keppni
Þetta er hráefnislistinn í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands
Nú hefur hráefnislistinn í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands litið dagsins ljós, en hann er eftirfarandi:
Hráefni fyrir forkeppni:
Aðalréttur
Frönsk Barberia andrabringa, andarlæri og andarfita að lágmarki 40 % ásamt að lágmarki tveimur hráefnum úr körfu.
Hráefni fyrir úrslitin:
Forréttur:
Ferskar franskar ostrur og fersk frönsk hörpuskel ásamt að lágmarki tveimur atriðum úr frönsku körfunni.
Aðalréttur:
Frönsk heil Lynghæna og ferskir ætiþistlar að lágmarki 40% ásamt að lágmarki tveimur hráefnum úr frönsku körfunni.
Eftirréttur:
Valrhona súkkulaði (manjari 64%), vanilla og ávaxtarpúrra úr frönsku körfunni.
Frönsk karfa:
- Franskur geitaostur
- Dijon sinnep (Edmond Fallow, Sælkerdreifing)
- Dijon grófkorna sinnep (Edmond Fallow, Sælkeradreifing)
- Ólífur svartar steinlausar (Coquillos Nicoise. Garri)
- Provence edik, Fíkju edik, Epla edik, Balsamic edik, Sherry Edik (Edmond Fallow, Sælkeradreifing)
- Þurrkaðar kantarellur (Sælkeradreifing)
- Dijon au citron (Kaja Organic ehf)
- Repjuolía, Hesilhnetuolía, Provence kryddolía, Sítrónuolía (Philippe Vigean, Kaja Organic ehf)
- Madagaskar Vanillustangir (Garri)
- Fleur de Sel (Kaja Organic ehf)
- Sel Guérande og Sel Guérande með lífrænum kryddjurtum (Le Guérandais, Kaja Organic ehf)
- Hvítvín og rauðvín frá Vínekrunni
- Ávaxtapúrur frá Cap Fruit: Mangó púrra, Hindberjapúrra, Kirsuberja púrra, Appelsínupúrra, Blóðappelsínupúrra.
Öndin og lynghænan fæst hjá Sælkeradreifingu, Valhrona súkkulaðið fæst hjá Ekrunni.
Geitaosturinn, ostrurnar, hörpuskelin og ætiþistlarnir kemur ferskt beint frá Frakklandi fyrir úrslitakeppnina.
Vægi dómgæslu og dómarara eru eftirfarandi:
- Eldhús 10 % (umgengni, vinnubrögð og nýting)
- Framsetning 20 % (í samræmi við réttarheiti, þema keppninar, rétt hlutföll hráefnis)
- Notkun hráefnis og frumlegheit/sköpun 20 % (Frönsk klassík í nýjum búning, spenandi/frumleg nýting á hráefninu)
- Bragð 50% (bragð og samsetning bragðs, hitastig)
Gefin verða eftirfarandi mínusstig fyrir að fara yfir á tíma við skil:
- 0-5 mín, 1 stig hver mínúta
- 6-10 mín, 5 stig hver mínúta
- 11-15 mín, 10 stig hver mínúta
Dómarar í forkeppninni eru:
Eldhús:
- Friðgeir Ingi
Smakk:
- Jóhannes Steinn
- Viktor Örn Andrésson
- Steinn Óskar Sigurðsson
Dómarar úrslit:
Eldhús:
- Friðgeir Ingi
Smakk:
- Marc de Passorio
- Hákon Már Örvarsson
- Sturla Birgisson
Á næstu dögum verða keppendur kynntir.
Mynd: úr safni.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






