Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Norræna húsinu
AALTO Bistro er nýr og spennandi veitingastaður sem verður opnaður í Norræna húsinu 1. maí næstkomandi undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks. Sveinn sem jafnframt er eigandi veitingahússins Borðstofan, segir í samtali við veitingageirinn.is að Borðstofan verður áfram opinn í núverandi mynd, enginn breyting þar á.
AALTO Bistro markar sérstöðu þar sem farnar verða ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.
Á AALTO Bistro verður á boðstólum hollur og ljúffengur matur úr fersku gæðahráefni. Einnig verður gott úrval af heimabökuðum kökum og öðru spennandi sætmeti með kaffinu allan daginn.
Gestum og gangandi gefst því tækifæri á að njóta til hins ítrasta alls þess sem Norræna húsið hefur upp á að bjóða; bókmenntir, myndlist, matargerð og menning í sinni fjölbreyttustu mynd.
Veitingastaðurinn AALTO Bistro dregur nafn sitt af hönnuði Norræna hússins, hinum heimsþekkta finnska arkitekt, Alvar Aalto (1898 – 1976), og vill þannig heiðra minningu hans og arfleifð.
Norræna húsið er eitt af hans seinni verkum og er líkt og falinn demantur á meðal þekktari verka hans. Húsið ber mörg höfundareinkenni Aaltos. Þau sjást einna best í bláu flísunum á þaki hússins, í hvelfingu bókasafnsins og í hinni miklu notkun á hvítum lit, flísum og við í allri byggingunni.
Alvar Aalto hannaði einnig húsgögn í flestallar byggingar sínar og í Norræna húsinu eru öll húsgögn og ljós hönnuð af honum.
Myndir: af facebook síðu AALTO Bistro.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana