Vertu memm

Starfsmannavelta

Rosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda

Birting:

þann

Rosewood hotel London

Rosewood London. Sögufræga Grade II friðaða byggingin í Holborn var reist árið 1914 og hýsir í dag eitt virtasta lúxushótel Lundúna.

Lúxushótelið Rosewood London hefur verið sett á sölu, samkvæmt umfjöllun Bloomberg, en söluverð hefur ekki verið gefið upp. Eigendur hótelsins, fjárfestingarfélagið CTF Development sem er í eigu auðkýfingafjölskyldunnar Cheng, leita með þessu leiða til að losa fjármagn á sama tíma og móðurfélagið í Hong Kong, New World Development Co, glímir við lausafjárvanda.

Talsmaður Rosewood Hotel Group staðfesti við Bloomberg að félagið myndi ekki tjá sig um eignarhald, en lagði áherslu á að vörumerki samstæðunnar væru ekki til sölu og að öll hótel hennar starfi með eðlilegum hætti. Chow Tai Fook Enterprises, einkafjárfestingarfélag fjölskyldunnar, kaus að svara ekki fyrirspurn Bloomberg.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rosewood London er sett á sölu. Árið 2016 var reynt að selja hótelið og var það þá metið á um 450 milljónir punda, sem samsvarar um 79 milljörðum króna. Cheng-fjölskyldan keypti fasteignina árið 2006 fyrir 135 milljónir punda, eða um 24 milljarða króna, og réðst síðar í umfangsmiklar endurbætur. Árið 2013 var varið um 85 milljónum punda, eða ríflega 15 milljörðum króna, í að umbreyta hótelinu, sem þá var þekkt sem Chancery Court, í núverandi mynd.

Í dag býður Rosewood London upp á 264 herbergi, þar af 44 svítur, 11 viðburðarrými og veitingastaðinn Holborn Dining Room. Byggingin, sem var reist árið 1914 og er friðuð í flokki Grade II, hýsti um áratugaskeið höfuðstöðvar tryggingafélagsins Pearl Assurance Company, allt til ársins 1989.

Hótelið opnaði fyrst sem hótel árið 2000 undir nafninu Renaissance Chancery Court og var þá rekið af Marriott. Samstarfinu við Marriott lauk í júní 2011 og hefur hótelið síðan verið rekið af eigendum þess.

Rosewood-vörumerkið, sem upphaflega átti rætur í Bandaríkjunum, hefur vaxið hratt í Evrópu frá því Cheng-fjölskyldan keypti það árið 2011. Í dag telur samstæðan alls 58 Rosewood-hótel víðs vegar um heiminn.

Samhliða söluhugmyndum um Rosewood London hefur hópurinn nýlega opnað sitt annað hótel í London. Chancery Rosewood, sem reist er í fyrrum sendiráði Bandaríkjanna á Grosvenor Square, var opnað 1. september síðastliðinn. Um er að ræða um einn milljarð punda verkefni, þar sem Grade II friðuð bygging hefur verið umbreytt í hótel með 144 svítum með átta veitinga- og barsvæðum auk Asaya-heilsulindar.

Mynd: rosewoodhotels.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið