Markaðurinn
Ferskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
Einstaklega gott salat sem hægt er að bera fram með kjöti, fisk eða kjúklingi. Salatið getur líka verið máltíð eitt og sér. Fljótlegt og ferskt, og hægt að bera fram heitt eða kalt.
Innihald
4 skammtar
2 stk. meðalstórar sætar kartöflur
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 tsk. hvítlaukssalt
1 tsk. chili explosion kryddblanda
1 poki klettasalat
1 askja konfekt tómatar
1⁄2 stk. rauðlaukur
1 stk. granatepli
150 g ostakubbur frá Gott í matinn
Salatdressing
40 ml ólífuolía
safi úr einni sítrónu
1 stk. hvítlauksgeiri
2 msk. hunang
1 tsk. salt
Skref 1
Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu
Skerið sætu kartöflurnar niður í grófa bita og setjið á ofnplötuna ásamt kjúklingabaunum. Setjið 2 msk. af ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar, hvítlaukssalti og chili explosion kryddi. Ef þið viljið hafa salatið í sterkari kantinum, þá setjið aðeins meira af chili kryddinu.
Bakið í um 40 mínútur eða þar til kjúklingabaunirnar eru orðnar aðeins stökkar en sætu kartöflurnar mjúkar. Gott er að hræra til í kartöflunum eftir um 20 mínútur.
Skref 2
Bakið í um 40 mínútur eða þar til kjúklingabaunirnar eru orðnar aðeins stökkar en sætu kartöflurnar mjúkar. Gott er að hræra til í kartöflunum eftir um 20 mínútur.
Setjið klettasalat í skál eða fat.
Setjið sætkartöflublönduna ofan á ásamt niðurskornum tómötum, rauðlauk og granatepli.
Skerið ostakubbinn smátt niður og dreifið honum vel yfir salatið.
Skref 3
Útbúið salatdressinguna með því að blanda öllu innihaldi saman í skál og hræra vel saman. Hellið yfir salatið.
Berið salatið fram strax eða borðið kalt.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir – gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






