Sverrir Halldórsson
Íslenskir handsmíðaðir eldhúshnífar
Fyrirtækið er staðsett í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ og er rekið af hjónunum Páli Kristjánssyni og Soffíu Sigurðardóttir.
Fyrstu árin voru þau aðallega í að gera dálka með mismunandi sköftum úr margskonar við og einnig voru þau að setja, horn, tennur og fleira hart úr nátturunni á skaftið á hnífunum.
Nú nýlega bættu þau við að gera eldhúshnífa og eru handföngin úr við og tönn í mörgum útfærslum, einnig er blaðið sjálft skrautlegt eftir því hvernig stálið hefur verið barið saman og setur það skemmtilegan svip á hnífsblaðið.
Úlli Finnbjörnsson hafði samband við mig og dró mig upp í Moso til að kíkja á þessa hnífa, ég tók um nokkra og merkilegt en það var eins og þeir væru sniðnir fyrir lófann svo vel lá skaftið, þyngdarpunkturinn er ofarlega á hnífnum þannig að það er þægilegt að beita honum.
Öll smíðin er fagmannlega gerð og er kominn þarna hnífur til að gefa, eða nota í fyrirskurði og einnig væri sómi í því að KM gæfi íslenskan hníf í verðlaun í keppnum, en hægt er að grafa á hnífsblaðið með laser.
Ég mæli hiklaust með þessum hnífum, það er hægt að skoða þá í versluninni Brynju á Laugaveginum og á www.knifemaker.is
Vonandi verður góður gangur í þessari hnífagerð því við fagmenn ættum að vera stoltir af að nota þá.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF