Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr matseðill verður keyrður í gang í Hótel Reynihlíð á páskagleði Mývatnssveitar
Um Páskana verður stútfull dagskrá í Mývatnssveit og mikið um dýrðir í mat og drykk. Á dagskránni er meðal annars að Laufey Sigurðardóttir mætir með valda meðlimi úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og efna þau til tónleika á skírdagskvöld og á föstudaginn langa í Hótel Reynihlíð.
Píslargangan er á sínum stað og hefst með morguntíðum í Reykjahlíðarkirkju fyrir þá sem það vilja, en gangan leggur af stað kl 09:00. Upphafsmenn göngu þessarar þeir Snæbjörn Pétursson, Jóhann Aðalgeir Gestsson, Örn Hauksson og Steinar Sigurðsson ætla að ganga saman með að þessu sinni. Svo verður hægt að fara á gönguskíði, í boði verður snjóþrúgugöngu, hjólreiðaferðir og vélsleðatúrar allt eftir óskum og vilja hvers og eins.
16. apríl verður Gamli bærinn opnaður fyrir sumarið og verður mikið um dýrðir þar.
Nýr matseðil verður keyrður í gang í Hótel Reynihlíð, en þar er Theodór Páll yfirmatreiðslumaður í óða önn við að leggja lokahönd á matseðlinum og verður mikið um dýrðir í mat og drykk á hótelinu yfir Páskana.
Hótel Reynihlíð hefur útbúið sérstakt pakkatilboð af þessu tilefni:
Innfalið í verðunum er gisting í de luxe herbergjum, fullt fæði og aðgangur að Jarðböðunum við Mývatn einu sinni, og fjórða nóttin er frí.
- Ein nótt 34.000.- kr. fyrir 2
- Tvær nætur 50.900.- kr. fyrir 2
- Þrjár nætur 56.900.- kr. fyrir 2
- Fjórða nóttin er frí.
Bókanir í [email protected] og í síma 4644170.
Veitingageirinn.is mun birta nýja matseðilinn þegar nær dregur að páskagleði Mývatnssveitar.
Myndir: myvatnhotel.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta9 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac