Nemendur & nemakeppni
Rúnar Marvinsson eldaði fyrir ungu evrópsku kokkana á ævintýraferð um Ísland
Þrír efnilegir matreiðslunemar frá Spáni, Portúgal og Ítalíu heimsóttu Ísland nýverið í boði verkefnisins Bacalao de Islandia. Tilefnið var sigur þeirra í hinni árlegu keppni Concurso de Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia (CECBI), sem haldin er í samstarfi við matreiðsluskóla í Suður Evrópu. Keppnin fór nú fram í fjórða sinn og hefur þegar fest sig í sessi sem eftirsóttur vettvangur fyrir unga kokka.
Að baki verkefninu stendur Íslandsstofa fyrir hönd markaðsverkefnisins Seafood from Iceland, í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Ævintýraferð með saltfisk í forgrunni
Verðlaunahafar að þessu sinni voru þeir Bryan Quintero frá Spáni, Tiago Papafina frá Portúgal og Emanuele Scattarella frá Ítalíu. Þeir hlutu að launum fimm daga ævintýraferð til Íslands þar sem saltfiskurinn var í forgrunni, en einnig tækifæri til að kynnast íslenskri náttúru og menningu.
Á ferðalagi sínu veiddu þeir á sjóstöng í Breiðafirði, fóru í hestaferð um Borgarfjörð og heimsóttu Æðarsetrið í Stykkishólmi. Einnig fengu þeir að sjá framúrskarandi saltfiskvinnslu KG Fiskverkunar á Rifi, þar sem slegið var upp glæsilegri saltfiskveislu. þar fengu framleiðendur á Snæfellsnesi að njóta matargerðar þessara ungu og hæfileikaríku kokka. Auk þess galdraði matreiðslumeistarinn Rúnar Marvinsson fram ljúffenga fiskisúpu sem hlaut afar góðar undirtektir.

Ungir matreiðslunemar frá Spáni, Portúgal og Ítalíu með íslenskan saltfisk í höndunum við heimsókn til KG Fiskverkunar á Rifi.
Saltfiskurinn er samnefnari matarunnenda í suðri og norðri
Ferðin var ekki aðeins upplýsandi og skemmtileg fyrir nemana, heldur einnig mikilvæg kynning á íslenskum saltfiski. Með í för voru blaðamaður frá Elle Gourmet á Spáni, vinsæll portúgalskur matarbloggari Miguel Telles, og fulltrúi frá Turismo de Portugal, samstarfsaðila Íslandsstofu við framkvæmd keppninnar í Portúgal. Þessi hópur mun að líkindum stuðla að fjölbreyttri umfjöllun um ferðina og styrkja ímynd íslensks saltfisks á lykilmörkuðum í Suður-Evrópu í framtíðinni.
Að ferð lokinni voru ánægja og þakklæti ofarlega í huga gesta. Saltfiskurinn er og verður órjúfanlegur hluti af matarmenningu Suður-Evrópu. Þessir ungu kokkar hafa orðið að sannkölluðum sendiherrum íslensks saltfisks og fara heim með nýjar hugmyndir, minningar og innblástur frá Íslandi.
Með fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni.
Myndir: Íslandsstofa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn











