Vertu memm

Keppni

Evgeniia Vaganova sigurvegari í nemakeppni bakara 2025

Birting:

þann

Evgeniia Vaganova sigurvegari í nemakeppni bakara 2025

Anna Kolbrún, Evgeniia Vaganova og Funi Hrafn unnu til verðlauna fyrir frábæra frammistöðu í bakstri.

Dagana 8. og 9. október fór fram forkeppni í bakaranemakeppni við frábærar aðstæður í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Alls skráðu sig 13 nemendur til keppni, en einn þurfti að afboða sig og tóku því 12 metnaðarfullir og hæfileikaríkir bakaranemendur þátt í forkeppninni.

Keppnin er mikilvæg reynsla fyrir alla þátttakendur og krefst skipulagningar, undirbúnings og fagmennsku á háu stigi. Hún veitir nemunum dýrmæta innsýn í það sem bíður þeirra síðar á sveinsprófi, þar sem nákvæm vinnubrögð, tímaáætlun og sköpunarhæfni skipta sköpum.

Evgeniia Vaganova sigurvegari í nemakeppni bakara 2025

Evgeniia Vaganova hlaut verðlaun fyrir flottasta skrautstykkið.

Samkvæmt keppnisreglum höfðu keppendur fimm klukkustundir til að ljúka verkefnum sínum og þurftu að vinna allt hráefni á staðnum. Verkefnin spönnuðu breitt svið, frá matbrauði og vínarbrauði til skrautstykkja og fagurlega uppstilltra borða.

Eftir harða og spennandi forkeppni komust sex bakaranemar áfram í úrslitakeppnina sem haldin var 15. og 16. október. Þeir voru:

Anna Kolbrún – Bakarí: Gulli Arnar
Evgeniia Vaganova – Bakarí: Gæðabakstur
Sigurjón Trausti – Bakarí: Gæðabakstur
Funi Hrafn – Bakarí: Passion
Þórný Arna – Bakarí: Bæjarbakari
Þorkell Máni – Bakarí: Mosfellsbakari

Úrslitakeppnin fór fram við mikla spennu þar sem keppendur sýndu einstaka hæfileika í bæði tæknilegum atriðum og skapandi framsetningu.

Evgeniia Vaganova bar sigur úr býtum

Dómnefnd átti erfitt verk fyrir höndum, en að lokum var það Evgeniia Vaganova frá Gæðabakstri sem bar sigur úr býtum. Anna Kolbrún frá bakaríi Gulla Arnars hreppti annað sætið og Funi Hrafn frá Passion tók þriðja sætið.  Margrét Gunnarsdóttir, nemi hjá bakaríi Gulla Arnars, var valin aðstoðarmaður ársins í keppninni.

Evgeniia Vaganova sigurvegari í nemakeppni bakara 2025

Keppnin endaði á hátíðlegri verðlaunaafhendingu í gær þar sem ný kynslóð hæfileikaríkra bakara fengu verðskuldað lof og viðurkenningar. Bako Verslunartækni afhenti öllum sigurvegurum veglega gjafir til heiðurs frábærum árangri og hvatningar til áframhaldandi sköpunar og metnaðar í faginu.

Myndir: facebook / Bako Verslunartækni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið