Keppni
Evgeniia Vaganova sigurvegari í nemakeppni bakara 2025

Anna Kolbrún, Evgeniia Vaganova og Funi Hrafn unnu til verðlauna fyrir frábæra frammistöðu í bakstri.
Dagana 8. og 9. október fór fram forkeppni í bakaranemakeppni við frábærar aðstæður í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Alls skráðu sig 13 nemendur til keppni, en einn þurfti að afboða sig og tóku því 12 metnaðarfullir og hæfileikaríkir bakaranemendur þátt í forkeppninni.
Keppnin er mikilvæg reynsla fyrir alla þátttakendur og krefst skipulagningar, undirbúnings og fagmennsku á háu stigi. Hún veitir nemunum dýrmæta innsýn í það sem bíður þeirra síðar á sveinsprófi, þar sem nákvæm vinnubrögð, tímaáætlun og sköpunarhæfni skipta sköpum.
Samkvæmt keppnisreglum höfðu keppendur fimm klukkustundir til að ljúka verkefnum sínum og þurftu að vinna allt hráefni á staðnum. Verkefnin spönnuðu breitt svið, frá matbrauði og vínarbrauði til skrautstykkja og fagurlega uppstilltra borða.
Eftir harða og spennandi forkeppni komust sex bakaranemar áfram í úrslitakeppnina sem haldin var 15. og 16. október. Þeir voru:
Anna Kolbrún – Bakarí: Gulli Arnar
Evgeniia Vaganova – Bakarí: Gæðabakstur
Sigurjón Trausti – Bakarí: Gæðabakstur
Funi Hrafn – Bakarí: Passion
Þórný Arna – Bakarí: Bæjarbakari
Þorkell Máni – Bakarí: Mosfellsbakari
Úrslitakeppnin fór fram við mikla spennu þar sem keppendur sýndu einstaka hæfileika í bæði tæknilegum atriðum og skapandi framsetningu.
Evgeniia Vaganova bar sigur úr býtum
Dómnefnd átti erfitt verk fyrir höndum, en að lokum var það Evgeniia Vaganova frá Gæðabakstri sem bar sigur úr býtum. Anna Kolbrún frá bakaríi Gulla Arnars hreppti annað sætið og Funi Hrafn frá Passion tók þriðja sætið. Margrét Gunnarsdóttir, nemi hjá bakaríi Gulla Arnars, var valin aðstoðarmaður ársins í keppninni.
Keppnin endaði á hátíðlegri verðlaunaafhendingu í gær þar sem ný kynslóð hæfileikaríkra bakara fengu verðskuldað lof og viðurkenningar. Bako Verslunartækni afhenti öllum sigurvegurum veglega gjafir til heiðurs frábærum árangri og hvatningar til áframhaldandi sköpunar og metnaðar í faginu.
Myndir: facebook / Bako Verslunartækni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup












