Viðtöl, örfréttir & frumraun
Félagsstarfsemi Klúbbs matreiðslumeistara hefst í september

Frá félagsfundi Klúbbs matreiðslumeistara (KM) í Reykjavík 4. mars á Sjúkrahóteli Landspítalans.
Mynd: kokkalandslidid.is
Haustið er gengið í garð og félagsárið hjá Klúbbi matreiðslumeistara er að taka við sér á ný. Spennan magnast meðal félagsmanna sem nú fara að hittast á fyrstu fundum allra deilda og stilla saman strengi fyrir veturinn framundan.
KM Reykjavík ríður á vaðið þriðjudaginn 9. september með félagsfund hjá BVT. Viku síðar, þriðjudaginn 16. september, heldur KM Suðurland sinn fund á Gullfosskaffi. Þá tekur KM Norðurland við og boðar til fyrsta fundar síns þriðjudaginn 14. október.
Á öllum fundunum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Þar verða meðal annars fyrirlestrar, happdrætti, yfirferð á vetrarstarfi og ýmis skemmtilegheit sem gera fundina lifandi og áhugaverða.
Klúbburinn hvetur alla félagsmenn til að fjölmenna, taka þátt og leggja sitt af mörkum til öflugs og skapandi félagsstarfs á komandi misserum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?





