Vín, drykkir og keppni
Þoran Distillery gefur út nýja útgáfu fyrir Sjómannadaginn
Í tilefni af Sjómannadeginum hefur Þoran Distillery, sem nýverið flutti framleiðslu sína úr Hafnarfirði yfir á Granda, ákveðið að gefa út viðhafnarútgáfu af verðlauna gininu sínu Marberg Coast Guard Gin.
“Við tengjum okkar vörur mikið við sjóinn, mest megnis vegna þess að við notum bæði íslenskt söl og beltisþara í okkar framleiðslu, en einnig vegna þess að nú erum við komin í okkar heimahöfn á Granda,”
segir Birgir Már, eigandi Þoran Distillery.
Þessari viðhafnarútgáfu fylgir allt sem þarf til þess að geta sett saman frábæran drykk; Marberg Coast Guard Gin, tónik, þurrkað lime og íslenskt söl. Allt þetta kemur í appelsínugulri tösku sem þolir veður, vinda og öldugang.
“Okkur fannst kjörið að nýta Sjómannadaginn til að gera eitthvað skemmtilegt og pínu öðruvísi, ég hef allaveganna aldrei séð neitt annað gin gera svona lagað.”
bætir Birgir við.
Um mjög takmarkað upplag er að ræða. Auk þess að búa til þennan “gin-fyrstu hjálpar kassa” ákvað Þoran Distillery líka að slá til veislu fyrir utan framleiðslu sína að Hólmaslóð 6 á Sjómannadaginn sjálfan, þar sem margir af bestu barþjónum landsins munu keppast um titilinn “kokteila kapteinninn.”
Gestir og gangandi, sem eru að kynna sér allar þær skemmtilegu uppákomur sem munu eiga sér stað á Granda, eru hvattir til þess að reka inn nefið á Hólmaslóðina, hvetja áfram barþjónana.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







