Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
Sydhavn er nýr veitingastaður sem hefur opnað við Strandgötu 75–77 í Hafnarfirði, í sama húsnæði og Figo Pizza. Á Sydhavn er boðið upp á allar hinar vinsælu Figo-pizzur ásamt fjölbreyttu úrvali annarra rétta og drykkja.
Opnunartímar:
Sunnudagur til fimmtudags: 11:30–21:00
Föstudagur og laugardagur: 11:30–22:00
Sigurður Einarsson matreiðslumeistari heimsótti staðinn og lét vel af:
„Sydhavn er glænýr veitingastaður í Hafnarfirði með aðgengi fyrir hjólastóla. Vel hefur verið vandað til allra verka, húsgögnin eru traust og þægileg, og útsýnið frábært. Staðurinn er bjartur og býður upp á hlýlega stemningu.
Eigendurnir fara af stað af skynsemi með hóflega stóran matseðil í upphafi. Þó Figo Pizza sé í sama húsnæði, þá ber ekki á pizzubaksturslykt þar sem staðirnir eru aðskildir. Þjónustan er einstaklega vinaleg og bætir við heildarupplifunina.
Sydhavn hentar jafnt fyrir afslappaðan hádegisverð sem og notalega kvöldstund – þó það gæti verið tilefni til að klæða sig aðeins upp á kvöldin. Hann er í sama porti og VON og Pallett kaffihúsið, sem eykur fjölbreytnina í hverfinu til mikilla bóta.“
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu staðarins: figo.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni23 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður













