Viðtöl, örfréttir & frumraun
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!
Það verður mikið fjör á Eyju vínstofu & bistro á Akureyri um helgina, en þá verður haldið spennandi POP-UP með hinum frábæra Andreasi Patreki Williams Gunnarssyni, matreiðslumanni á Monkeys.
Það verður kitchen takeover og Andreas ásamt frábæru teymi fagmanna mun töfra fram fimm rétta matseðil fyrir gesti Eyju.
Andreas hóf feril sinn sem nemi á Dill og hefur síðan þá unnið bæði í Danmörku og veitingastöðum í Reykjavík. Hann hefur haldið POP-UP viðburði í Noregi og á Íslandi, og nú fá bæjarbúar Akureyrar tækifæri til að upplifa matargerð hans í fyrsta flokks umhverfi á Eyju.
Ásamt Andreasi munu þeir Alexander Alvin, „executive chef“ á Eyju og á Hótel Vesturlandi og Helgi Pétur Davíðsson yfirþjónn á Eyju sjá til þess að gestir fái frábæra upplifun.
Eyja vínstofa & bistro er staðsett í miðbæ Akureyrar og getur tekið u.þ.b. 55 gesti í sæti í einu. Staðurinn breytist svo í vínbar á kvöldin eftir matarkeyrsluna um helgar.
Verðið á fimm rétta POP-UP matseðlinum er 10.900 krónur, og bókanir eru nú þegar farnar að streyma inn og er mælt með að tryggja sér sæti sem fyrst.
Heimasíða: www.eyjaak.is
Myndir: facebook / Eyja Vínstofa & Bistro

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards