Keppni
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
Alþjóðleg kokkakeppni verður haldin í Hörpu í næsta mánuði þar sem keppendur mega einungis nota örbylgjuofninn Menumaster við eldamennskuna. Það reynir því verulega á útsjónarsemi og hæfni keppenda, þar sem þeir þurfa að sýna fram á að lærður matreiðslumaður geti snarað fram hágæða máltíð með afar takmörkuðum búnaði – áskorun sem krefst bæði sköpunargáfu og þekkingar á hráefnum og eldunaraðferðum.
Glæsileg verðlaun
Sigurvegari keppninnar hlýtur ógleymanlega matarferð: þriggja daga ferð um Evrópu á Michelin-veitingastaði, í boði Menumaster og Bako Verslunartækni.
Menumaster – bylting í nútímaeldhúsinu
Menumaster er háþróaður örbylgjuofn sem sameinar nákvæma bylgjuvirkni og hátæknieiginleika. Hann tryggir að maturinn verði fullkomlega heitur að innan og stökkur að utan.
Skráning og nánari upplýsingar
Kokkar sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig með því að smella hér. Þátttakendur fá sendar keppnisreglur og upplýsingar um hvar hægt er að æfa sig með Menumaster, og önnur hagnýt atriði. Skráning gildir eftir reglunni „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Uppfært: 2. apríl
Sjá einnig: Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu






