Keppni
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
Alþjóðleg kokkakeppni verður haldin í Hörpu í næsta mánuði þar sem keppendur mega einungis nota örbylgjuofninn Menumaster við eldamennskuna. Það reynir því verulega á útsjónarsemi og hæfni keppenda, þar sem þeir þurfa að sýna fram á að lærður matreiðslumaður geti snarað fram hágæða máltíð með afar takmörkuðum búnaði – áskorun sem krefst bæði sköpunargáfu og þekkingar á hráefnum og eldunaraðferðum.
Glæsileg verðlaun
Sigurvegari keppninnar hlýtur ógleymanlega matarferð: þriggja daga ferð um Evrópu á Michelin-veitingastaði, í boði Menumaster og Bako Verslunartækni.
Menumaster – bylting í nútímaeldhúsinu
Menumaster er háþróaður örbylgjuofn sem sameinar nákvæma bylgjuvirkni og hátæknieiginleika. Hann tryggir að maturinn verði fullkomlega heitur að innan og stökkur að utan.
Skráning og nánari upplýsingar
Kokkar sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig með því að smella hér. Þátttakendur fá sendar keppnisreglur og upplýsingar um hvar hægt er að æfa sig með Menumaster, og önnur hagnýt atriði. Skráning gildir eftir reglunni „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Uppfært: 2. apríl
Sjá einnig: Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards