Markaðurinn
Kátar kynjaverur sungu í nammiverksmiðju Nóa | Margir sungu Eurovision-lag Pollapönks „Enga fordóma“
Öskudagur er einn skemmtilegasti dagur ársins, að minnsta kosti að mati yngri landsmanna. Snemma í morgun hófu börn að leggja leið sína í sælgætisgerð Nóa Síríus til hefja upp raust sína í skiptum fyrir góðgæti. Nói Síríus hefur lengi verið vinsæll áfangastaður barna á öskudag og myndaðist myndarleg röð fyrir utan lager fyrirtækisins þar sem namminu var útbýtt. Öll börnin fá jafnframt happdrættismiða þar sem vinningar eru páskaegg.
Búist er við að fjöldi barna muni heimsækja nammiverksmiðjuna í dag en í fyrra voru þau hátt í fjögur þúsund talsins.
Íþróttaálfar, nornir, sjóræningjar, pardusar og poppstjörnur voru á meðal þeirra sem sungu fyrir starfsmenn Nóa sem fengu að heyra allt frá íslenskum vísum og dægurlögum til erlendra popplaga. Það er ekki að undra að þessi dagur sé með þeim líflegri á hverju ári hjá fyrirtækinu og er hann enda vandlega undirbúinn – og er u.þ.b. eitt tonn af sælgæti tekið sérstaklega frá fyrir þennan dag og þarf því enginn að óttast að fá ekki smá góðgæti í pokann sinn. Alli starfsmenn Nóa klæddu sig upp í búninga í dag, hefðinni samkvæmt, og fór fram keppni á milli starfsmanna og deilda um besta grímubúninginn.
Við bíðum alltaf spennt eftir þessum degi enda með skemmtilegri dögum ársins að okkar mati. Það er gaman að fylgjast með gleðinni og spennunni hjá börnunum, sjá alla ólíku búningana og hlusta á lögin sem margir hafa greinilega æft af kappi,
segir Auðjón Guðmundsson, hjá Nóa Síríus.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu













