Keppni
Búið er að fullmanna nýtt Kokkalandslið
Búið er að fullmanna nýtt Kokkalandslið sem er skipað færustu matreiðslumeisturum landsins, tólf talsins. Hákon Már Örvarsson landsþekktur matreiðslumeistari var fyrir skömmu ráðinn faglegur framkvæmdastjóri liðsins. Hann valdi Þráinn Frey Vigfússon yfirmatreiðslumeistara á Kolabrautinni sem fyrirliða og er Þráinn Freyr ásamt Viktori Erni Andréssyni yfirmatreiðslumeistara á Lava í Bláa lóninu liðsstjórar. Þeir þrír völdu í liðið úr þeim stóra hópi öflugra matreiðslumeistara sem nú eru starfandi á landinu.
Verkefni undanfarinna vikna var að finna bestu matreiðslumeistarana sem eru reiðubúnir að taka þátt í því krefjandi æfingarferli sem fylgir þátttöku í matreiðslukeppnum. Gefinn var möguleiki á að sækja um og bárust fjölmargar umsóknir. Í liðinu eru ásamt þeim Hákoni Má, Þránni Frey og Viktori Erni, Fannar Vernharðsson VOX, Garðar Kári Garðarsson Fiskfélaginu, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Hafsteinn Ólafsson Grillinu, Ylfa Helgadóttir Kopar, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Daníel Cochran Kolabrautinni, Hrafnkell Sigríðarson VOX og María Shramko sem er meistari í sykurskreytingum.
Kokkalandsliðinu er ætlað að vera öflug liðsheild sem hefur getu til að keppa meðal færustu matreiðslumeistara heimsins og er stefnt að þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Kokkalandsliðið er rekið af Klúbbi matreiðslumeistara og hefur liðið það að markmiði að vera leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð, auka áhuga ungs fólks á matargerð og veita innblástur fyrir matarmenningu Íslendinga. Liðið er skipað reyndu fagfólki og hafa margir í hópnum tekið þátt í matreiðslukeppnum.
Þess má geta að fyrir skömmu vann Bjarni Siguróli Jakobsson silfurverðlaun í keppninni Matreiðslumeistari Norðurlandanna. Æfingar liðsins munu hefjast strax að loknum sumarfríum en stefnt er að þátttöku í Heimsmeistarakeppni og Ólympíuleikum matreiðslumeistara, segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Mynd: Rafn Rafnsson
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður